Húsfélagaþjónusta
SE Þjónustan hefur margra ára reynslu í þrif á sameignum fyrir húsfélög eða fyrirtæki. Sameignin er forstofan að þínu heimili/fyrirtæki og því skemmtilegra að halda sameigninni snyrtilegri. Einnig er mikilvægt að teppi á stigagöngum sé ryksugað reglulega til að tryggja gott útlit og lengri endingu.
Algengast fyrir húsfélög er að fá þrif einu sinni í viku - Enn ef um er að ræða stærri húsfélög þar sem er mikill umgangur þá er komið oftar. Við gerum verklýsingu og verðtilboð sérsniðið að ykkar þörfum.
Nýbygginga- iðnaðarþrif
Í Nýbyggingum eða eftir framkvæmdir safnast upp mikið fínt ryk sem erfitt getur verið að ná - Við höfum mikla reynslu á þessu sviði og höfum séð um fjölmargar nýbyggingar og heimili eftir framkvæmdir, bæði fyrir byggingaverktaka, fyrirtæki og einstaklinga.
Við fjarlægjum allt ryk og skilum af okkur skínandi hreinu.
Skrifstofuþrif
Við sjáum um stök eða regluleg þrif á skrifstofum eftir þörfum hvers og eins.
Flutningsþrif
Það þekkja það flestir að við flutningar er mikil vinna og það síðasta sem við viljum gera er að þurfa bæta við álagið og þrífa gömlu íbúðina okkar hátt og lágt þegar við viljum bara raða og gera og græja í nýju fínu.
Þar komum við til sögunnar og léttum þér lífið.
Airbnb þjónusta
Ert þú að leigja út íbúð á Airbnb ? Það getur verið mikil vinna að koma og þrífa á milli gesta þegar oftast er Airbnb leiga aðeins stutt leiga í senn.
Við sjáum um að þrífa á milli gesta - Tökum af rúmum og skiptum um, fyllum á sápur, klósettpappír og annað sem þarf að fylla á. Tökum einnig óhrein handklæði og lín með okkur og þvoum svo það sé hreint og straujað fyrir næstu þrif.
Heimilisþrif
Við hjá SE Þjónustunni sjáum um heimilisþrif, hvort sem um ræðir heimilisþrif eða ítarleg þrif samkvæmt stöðluðum lista og verðlista eða sérsniðið að þínum þörfum.